Leikdagur: KA tekur á móti Haukum kl. 16:00

Almennt | Fótbolti
Leikdagur: KA tekur á móti Haukum kl. 16:00
Víða sáust treyjur út á snúru að morgni 9. maí sl.

Í dag fer fram leikur KA og Hauka í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikið er á iðagrænum KA-vellinum og verður flautað til leiks kl. 16:00. Fólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á strákunum okkar. Í boði eru þrjú mikilvæg stig í 1. deildinni.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt er fyrir KA-liðið að fá dyggan stuðning á heimavelli og er því vert að nefna að Schiöttararnir ætla að hittast kl. 14:30 í KA-heimilinu og hita upp fyrir leikinn. Schiöttararnir er nýtt stuðningslið KA en nafnið vísar í ættarnafn þeirra Schiöt-hjóna, Margrétar og Axels, en félagið var stofnað á heimili þeirra þann 8. janúar 1928. Það eru allir hjartanlega velkomnir um borð í Schiöt-lestina en meðal dagskráliða þeirra á morgun er pizzaát og síðan kemur Bjarni þjálfari og fer yfir byrjunarlið KA og hvernig hann og Túfa leggja leikinn upp.

KA er sem fyrr með 4 stig eftir tvo leiki en Haukar hafa stigi minna. 

Loks viljum við minna fólk að hengja treyjur, fána, trefla eða aðra muni upp í glugga, út á snúru eða svalir eða hreinlega á flaggstangir til þess að setja KA-svip á hverfið okkar. 

Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband