Glæsilegir sigrar hjá stelpunum í 3. flokki KA/Þór

Almennt | Handbolti

3. flokkur kvenna hjá KA/Þór hélt suður yfir heiðar á laugardaginn til þess að keppa í forkeppni fyrir Íslandsmótið í handbolta. Leikið var í þriggja liða riðli þar sem voru ásamt norðanstúlkum lið Fylkis og Stjörnunnar. Liðin í 1. og 2. sæti fara beint í 1. deild, en liðið í 3. sæti fer í 2. deild.

Fyrir helgina var vitað að í liðið vantaði sterka pósta en Sunna markmaður er að glíma við meiðsli en auk þess voru Ásdís Guðmundsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir erlendis. En það kemur maður í manns stað og fékk liðið tvær stúlkur úr 4. flokki til að spila með en þetta voru Arnrún Eik markvörður og Aldís Ásta miðjumaður.

Liðið hafði ekki náð að spila sig nægilega vel saman vegna því stelpurnar eru mikið að vinna á æfingatímum og því var mikilvægt að stelpurnar næðu vel saman í þessum tveimur leikjum um helgina. Þjálfari fór vel yfir varnarleik liðsins inní klefa fyrir fyrri leikinn þar sem stelpurnar gleyptu í sig það sem þar fór fram og mættu fullkomlega tilbúnar í leikina.

KA/Þór - Fylkir
Fyrri leikurinn var gegn Fylki og var varnarleikurinn frábær hjá stelpunum þar sem staðan eftir tæpar 15 mínútur var 2-7 fyrir KA/Þór. Leikið var í þessari forkeppni tveir 20 mínútna hálfleikir. En hálfleikstölur voru 4-9 gestunum að norðan í vil. Í síðari hálfleik fór Fylkir að taka Birtu Fönn úr umferð en þá risu upp aðrir leikmenn eins og Arna Kristín og Aldís Ásta og héldu forustunni fyrir KA/Þór. Fylkir fór þá að taka Örnu og Aldísi líka úr umferð og náðu að minnka muninn en það dugði þó ekki þar sem lokatölur í leiknum voru 12-14 KA/Þór í vil.  Glæsilegur sigur hjá stelpunum og þær komnar einu skrefi nær því að spila í 1. deildinni. Þó var ekkert öruggt og þurftu stelpurnar að vinna næsta leik til þess að vera pottþéttar í 1. deild.

KA/Þór - Stjarnan
Seinni leikurinn á móti Stjörnunni hófst strax á eftir þeim fyrri og byrjuðu stelpurnar rétt eins og á móti Fylki. KA/Þór átti frumkvæðið og náði fljótt 4-5 marka forskoti með góðum varnarleik og skynsömum og öguðum sóknarleik. Þessi munur hélst út hálfleikinn og var staðan 11-6 í hálfleik. Í síðari hálfleik þá náði Stjarnan aðeins að klóra í bakkann en KA/Þór alltaf nokkrum mörkum yfir. Það var helst Stefanía Theodórsdóttir í liði Stjörnunnar sem olli usla með því að skora. En Stefanía lék einmitt með KA/Þór síðasta á síðasta tímabili. Stjarnan minnkaði í 3 mörk rétt fyrir leikslok en nær komust þær ekki og leiknum lauk með 20-17 sigri KA/Þórs.

Glæsilegir sigrar hjá stelpunum í 3. flokki og munu þær leika í 1. deild á komandi tímabili. Þetta er flottur hópur sem á framtíðina fyrir sér í greininni og margir leikmenn að leika með meistaraflokki í Olís-deild kvenna sem vert verður að fylgjast með í framtíðinni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband