Fimm fulltrúar KA með U17 á Nevza

Blak

KA átti fimm fulltrúa í U17 ára landsliðum Íslands í blaki er kepptu á Norður-Evrópumóti NEVZA sem fram fór í Ikast í Danmörku. Báðum liðum gekk vel og enduðu að lokum í fimmta sæti.

Í stúlknalandsliðinu kepptu þær Anika Snædís Gautadóttir, Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir fyrir hönd KA og hjá strákunum kepptu þeir Antony Jan Zurawski og Bergsteinn Orri Jónsson. Þá fór Oscar Fernández Celis leikmaður KA með sem þjálfari.

Eftir flotta leiki við Dani og Norðmenn fengu bæði lið það verkefni að spila við England um sæti í undanúrslitum en þurftu að lokum að sætta sig við það að keppa um 5. sætið. Þar unnust góðir sigrar á liðum Færeyja og niðurstaðan því 5. sæti hjá bæði strákunum og stelpunum.

Við óskum okkar mögnuðu fulltrúum til hamingju með flottan árangur og verður gaman að fylgjast áfram með næstu verkefnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is