Umfjöllun: Úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Almennt | Fótbolti
Umfjöllun: Úr leik eftir vítaspyrnukeppni
Mynd / Sævar Geir

KA og Valur mættust í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn 1-1 og ekkert mark var skorað í framlengingunni og réðust úrslit leiksins því í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Valsmenn betur.

KA 1 – 1 Valur

1 – 0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’6) Stoðsending:
1 – 1 Orri Sigurður Ómarsson (’23)

Vítaspyrnukeppni:

1 – 2 Kristinn Freyr Sigurðsson skorar fyrir Val.
2 – 2 Elfar Árni Aðalsteinsson skorar fyrir KA.
2 – 3 Patrick Pedersen skorar fyrir Val.
3 – 3 Ólafur Aron Pétursson skorar fyrir KA.
3 – 4 Einar Karl Ingvarsson skorar fyrir Val.
3 – 4 Ingvar Kale ver frá Josip Serdarusic.
3 – 5 Mathias Schlie skorar fyrir Val.
4 – 5 Davíð Rúnar Bjarnason skorar fyrir KA.
4 – 6 Emil Atlason skorar fyrir Val.

Lið KA:

Rajko, Hrannar Björn, Davíð Rúnar, Callum, Ívar Örn, Archie, Jóhann, Halldór Hermann, Ævar Ingi, Elfar Árni og Ben.

Bekkur: Fannar Hafsteins, Hilmar Trausti, Ólafur Aron, Ívar Sigurbjörns, Josip Serdarusic og Bjarki Viðars.

Skiptingar:

Hrannar út – Josip inn (’74)
Jóhann út – Ólafur Aron inn (’86)
Ævar út – Úlfar inn (‘114)

Það var fínasta veður er KA tók á móti Valsmönnum í undanúrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Það var gríðarlega vel mætt á leikinn í kvöld og voru Schiötharar þar fremstir í flokki og studdu feykilega vel við bakið á KA-liðinu allann leikinn. Ekkert nema toppmenn.

Leikurinn hófst eins og margir KA leikir í sumar, mjög fjörlega. Það voru ekki nema 6 mínútur liðnar af leiknum þegar að Elfar Árni var felldur inn í vítateig Valsmanna og vítaspyrna dæmd. Elfar steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Við markið hófu Valsmenn að sækja hvað eftir annað að marki KA og var sóknarþungi þeirra orðinn þónokkur. Það kom síðan að því að Valsmenn jöfnuðu en markið kom á 23. mínútu eftir hornspyrnu og voru skiptar skoðannir um hvort brotið hefði verið á Rajko í aðdraganda marksins. Sitt sýnist hverjum og dómarar leiksins sáu víst ekkert athugavert.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var í raun eign Valsmanna og munaði mjóu á 43. mínútu þegar að Davíð Rúnar bjargaði skoti Kristins Freys á marklínu.

Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri með látum. KA hóf síðari hálfleikinn af krafti og var allt annað upp teningnum en í þeim fyrri.  KA hefðu hæglega geta fengið sína aðra vítaspyrnu í leiknum er boltinn fór augljóslega í hönd Valsara inn í teig en ekkert dæmt. Valsmenn fengu síðan dauðafæri nokkrum andartökum síðar en Rajko varði meistaralega af stuttu færi.

Davíð Rúnar komst svo nálægt því að koma KA yfir á 73. Mínútu þegar að hann skallaði boltann í stöng eftir daraðardans í vítateig Valsmanna. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði venjulegs leiktíma og því framlengt.

Framlengingin var tíðindalítil og greinilega mikil þreyta kominn í bæði liðin. Framlengingin var markalaus og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Valsmenn skoruðu úr öllum sínum fimm spyrnum en Josip Serdarusic lét Ingvar Kale verja frá sér og dugðu því fjögur mörk KA í vítaspyrnukeppninni ekki til og grátlegt tap því niðurstaðan.  

KA-maður leiksins: Davíð Rúnar Bjarnason ( Bjargaði tvisvar á línu. Hrikalega öflugur í loftinu og öruggur í öllum sínum aðgerðum. Skoraði af öryggi úr sinni vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni) Archie og Callum áttu einnig góðan dag.

Næsti leikur KA er síðan skammt undan en vegna árangurs KA í bikarnum hefur leikur KA gegn Haukum á Schenkervellinum í Hafnarfirði verið settur á þriðjudaginn næstkomandi eftir Verslunarmannahelgina kl. 19.15. 

Þettar jafnframt síðasti leikur KA á höfuðborgarsvæðinu í sumar og hvetjum við því sérstaklega alla KA-menn búsetta á höfuðborgarsvæðinu að fara á völlinn og styðja KA til sigurs í mikilvægum leik í baráttunni sem framundan er. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband