Umfjöllun: Óstöðvandi KA-menn sigruðu á Skaganum

Almennt | Fótbolti
Umfjöllun: Óstöðvandi KA-menn sigruðu á Skaganum
Mynd/Sævar Geir

ÍA 2 - 4 KA

0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('9) Stoðsending: Arsenij

1-1 Garðar B. Gunnlaugsson ('12) Víti

1-2 Atli Sveinn Þórarinsson ('18) Stoðsending: Hallgrímur

1-3 Arsenij Buinickij ('49) Stoðsending: Ævar

2-3 Jón Vilhelm Ákason ('80)

2-4 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('91) Stoðsending: Arsenij

Það var fallegt veður til knattspyrnuiðkunnar þegar KA menn gengu inná Norðurálsvöllinn á Akranesi í kvöld þar sem mótherjinn voru heimamenn í ÍA.

KA fyrir leikinn í 4.sæti 5 stigum á eftir ÍA sem var í 2.sæti. Bæði lið á góðu skriði og sannkallaður 6 stiga leikur.

KA byrjaði af krafti og pressaði skagamenn og það skilaði sér strax á 10.mínútu þegar Hallgrímur Mar smurði boltann utanfótar í skeytin fjær við vítateigslínunna og KA komið í 1-0. Sú forusta enntist stutt þar sem Karsten gerðst brotlegur innan vítateigs mínútu seinna eftir smá klaufagang í annars skotheldri vörn KA í leiknum. Garðar Gunnlaugsson steig á punktinn og jafnaði metinn.

Ekki leið á lönngu þar til fyrirliðinn sjálfur gerði sér ferð í vítateig skagamann og skallaði boltann laglega í netið eftir hornspyrnu og KA komið aftur yfir strax á 19.mínútu.

Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta og skagamenn voru meira með boltann en vörn KA hélt vel og menn vörðust sem heild og þrátt fyrir rennandi blautann völl sem bauð uppá mistök urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan því 2-1.

Seinni hálfleikur var ekki nema 4.mínútna gamall þegar Ævar Ingi vann boltann inní teig skagamanna og sendi út á Arsenij sem kláraði af stakri prýði uppá þaknetið og kom KA í 3-1.

Um 30 KA menn voru í stúkunni og hvöttu menn vel áfram og góð stemming myndaðist þegar leið á leikinn.

Seinni hálfleikur var keimlíkur fyrri, ÍA var meira með boltann en KA beitti mjög flottum skyndisóknum. Þó þegar leið á leikin þyngdist sókn ÍA en eins vörnin gaf fá færi á sér.

Það var hinsvegar Jón Vilhelm Ákason sem minnkaði muninn á 80.mínútu með fallegu marki úr aukaspyrnu sem var frekar umdeild og mikill kraftur kominn í Skagamenn sem vildu jafna metinn. Þrátt fyrir þunga sókn var það Hallgrímur Mar sem átti síðasta orðið í leiknum og skoraði sitt annað mark með hnitmiðuðu skoti eftir fallega skyndisókn í lok venjulegsleiktíma og tryggði KA þar með frábæran 4-2 sigur á ÍA.

Næsti leikur er svo gegn Víking Ólafsvík í Ólafsvík á laugardaginn næstkomandi í Ólafsvík!

- Jóhann Már Kristinsson skrifar frá Skipaskaga.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband