Umfjöllun: Mark KA dugđi ekki í markalausu jafntefli

Almennt | Fótbolti
Umfjöllun: Mark KA dugđi ekki í markalausu jafntefli
Mynd/Ţórir Tryggva.

KA og Haukar gerđu í gćrkvöldi markalaust jafntefli á Akureyrarvelli. En KA var töluvert sterkari ađilinn heilt yfir í leiknum og grátlegt ađ liđiđ hafi ekki tekiđ stigin ţrjú.

KA 0 – 0 Haukar

Liđ KA í dag:

Rajkovic, Hrannar Björn, Atli Sveinn, Gauti, Viktor Örn, Edin, Davíđ Rúnar, Hallgrímur Mar, Ćvar Ingi, Stefán og Arsenij

Bekkur: Fannar, Baldvin, Jóhann, Ólafur Hrafn, Gunnar Örvar, Úlfar og Bjarki Ţór.

Skiptingar:

Atli Sveinn út – Bjarki Ţór inn (’61)

Arsenij út – Gunnar Örvar inn (’70)

Tvćr breytingar voru gerđar á KA liđinu frá síđasta leik liđsins. Gauti kom inn í vörnina í stađ Karsten sem tók út leikbann. Edin kom inn á miđjuna í stađ Jóa Helga sem var á bekknum.

KA hóf leikinn af miklum krafti og kom fyrsta fćri KA eftir sjö mínútna leik ţegar ađ Stefán Ţór vann boltann af varnarmanni Hauka rétt fyrir utan teig og komst einn gegn Sigmari í marki Hauka en skotiđ var slakt og beint á Sigmar sem varđi auđveldlega.

KA stýrđi fyrstu tuttugu mínútum leiksins algjörlega og á 18. mínútu var Ćvar Ingi klipptur niđur af Hafţóri Ţrastarsyni rétt fyrir utan teig og uppskar hann gult spjald frá Ţóroddi Hjaltalín dómara leiksins. Spyrnuna tók Arsenij og var hún slök og átti markvörđur Hauka ekki í miklum vandrćđum međ hana.

Skömmu seinna tók Hallgrímur Mar aukaspyrnu af löngu fćri sem markvörđur Hauka gerđi vel í ađ verja.

Gestirnir fengu síđan sannkallađ dauđafćri á 22. mínútu leiksins ţegar ađ fyrirgjöf frá hćgri kanti fór framhjá öllum pakkanum í teignum og endađi hjá Úlfari Hrafni á fjćrstönginni sem skaut rétt framhjá úr stuttu en jafnframt ţröngu fćri.

Arsenij komst svo nálćgt ţví ađ koma KA yfir ţegar ađ Hallgrímur lék varnarmenn Hauka grátt og átti góđa sendingu inn fyrir vörn gestanna á Ćvar Inga sem gaf fyrir ţar sem Arsenij og varnarmenn Hauka voru í baráttunni og náđi markvörđur Hauka ađ koma höndum á boltann og verja. Ţarna mátti engu muna ađ boltinn fćri inn.

Lítiđ markvert gerđist ţađ sem eftir lifđi fyrri hálfleiks nema ţađ ađ Gauti fór í skallabolta viđ sóknarmann Hauka rétt fyrir utan vítateig KA og gekk heldur vasklega til verks og lágu ţeir báđir meiddir eftir og aukapspyrna dćmd. Spyrnan fór framhjá og stađan í hálfleik ţví markalaus.

Síđari hálfleikur hófst á rólegu nótunum en eftir fimm mínútna leik gerđist afar umdeilt atvik. Hallgrímur Mar tók ţá aukaspyrnu af löngu fćri sem endađi í ţverslánni og niđur og fór boltinn töluvert inn fyrir marklínuna en dómarar leiksins voru á öđru máli og ekkert mark dćmt. Međ hreinum ólíkindum hvernig ađstođardómari 1 flaggađi ekki mark.

Markiđ sem ekki fékk ađ standa virkađi eins og vítamínsprauta á KA liđiđ og sérstaklega Hallgrím Mar sem kom sér í fćri hvađ eftir annađ eftir atvikiđ. Nokkrum mínútum síđar átti Hallgrímur sviđiđ og var hann líklegur í ţremur sóknum KA í röđ en öll skot hans enduđu rétt framhjá frá markinu.

Á 69. mínútu átti svo Stefán Ţór skalla í stöngina eftir góđa fyrirgjöf frá Viktori Erni. Stefán var svo aftur ađ verki á 83. mínútu ţegar ađ Ćvar átti flotta sendingu inn fyrir á hann en ţá ţrumađi hann boltanum í samskeytin úr ţröngu fćri. KA sótti svo áfram stíft ađ marki Hauka ţađ sem eftir lifđi leiks en án árangurs og svekkjandi jafntefli ţví stađreynd.

KA-mađur leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson ( Var frábćr í leiknum. Skorađi stórglćsilegt mark sem hefđi átt ađ standa. Gerđi varnarmönnum Hauka lífiđ leitt. Vinnusemin og gćđin sem Hallgrímur sýndi í dag voru til fyrirmyndar.) Einnig ber ađ hrósa varnarlínu KA í dag og Rajko sem lokuđu vel á allar ađgerđir gestanna úr Hafnarfirđinum.

Nćstu tveir leikir KA eru á útivelli. Fyrst gegn Grindavík laugardaginn 6. september og svo gegn Selfoss laugardaginn 13. september. Síđasti heimaleikur KA og jafnframt síđasti leikur tímabilsins er svo gegn ÍA ţann 20. september.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband