Þrír úr KA í forvalshópi A-landsliðs karla

Blak
Þrír úr KA í forvalshópi A-landsliðs karla
Gunnar nr. 7, Ævarr nr. 14, Valþór nr. 16

Þjálfarar A-landsliðs karla, Rogerio Ponticelli og Elsa Sæný Valgeirsdóttir aðstoðarþjálfari, hafa valið í 28 manna forvalshóp liðsins. Þrír ungir KA menn eru meðal þeirra sem voru valdir í þann hóp. Þetta eru þeir Gunnar Pálmi Hannesson, Valþór Ingi Karlsson og Ævarr Freyr Birgisson sem eru einungis 16 og 17 ára. Allir hafa þeir verið atkvæðamiklir í KA-liðinu í vetur og kemur því ekki á óvart að þeir hafi verið valdir. Fyrstu æfingar verða nú um páskana og verður líklega skorið niður í 20 manna hóp eftir þær.

Bæði landsliðs Íslands munu spila í undanriðli EM Smáþjóða í sumar. Mótin fara bæði fram í Laugardalshöll í Reykjavík frá 6.-8. júní í umsjón Blaksambands Íslands. Í karlaflokki eru þrjú lið, Luxembourg, Skotland og Ísland. Í kvennaflokki eru fjögur lið, Luxembourg, Liechtenstein, Færeyjar og Ísland.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband