Þór/KA tekur á móti Stjörnunni

Fótbolti
Þór/KA tekur á móti Stjörnunni
Halda stelpurnar áfram á sigurbraut?

Á morgun (þriðjudag) tekur kvennalið Þórs/KA á móti sterku liði Stjörnunnar í 15. umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvelli klukkan 18:00. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildinni og ljóst að öll stig skipta miklu máli um lokaniðurröðun deildarinnar.

Lið Þórs/KA hefur verið á gríðarlegri siglingu undanfarið og hefur unnið síðustu fimm leiki sína og það örugglega. Liðið situr í 3. sæti deildarinnar stigi á undan Selfoss sem er í 4. sætinu

Stjarnan er ríkjandi Íslandsmeistari en eftir tap liðsins í síðustu umferð fyrir Breiðablik er nokkuð ljóst að titillinn stefnir í Kópavoginn. Liðið er hinsvegar geysiöflugt og komst á dögunum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Sigri Þór/KA á morgun styrkir liðið stöðu sína í 3. sæti deildarinnar og minnkar forskot Stjörnunnar í 2. sætinu niður í þrjú stig þannig að leikurinn getur vegið þungt í lokastöðu sumarsins. Við hvetjum alla til að mæta á Þórsvöllinn og hvetja okkar lið til sigurs, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband