Sjö frá KA í U19 landsliðinu

Blak

Þjálfarar U19 landsliðanna hafa valið í lokahópa fyrir NEVZA mótið í Ikast í Danmörku sem fram fer 14. - 16. október n.k. Eins og oft áður á KA marga fulltrúa í þeim hópi.

Filip Szewczyk er þjálfari piltalandsliðsins og valdi hann fimm pilta úr KA í lokahópinn. Þeir sem urðu fyrir valinu eru Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Sævar Karl Randversson, Valþór Ingi Karlsson og Ævarr Freyr Birgisson. Filip hefur þjálfað þessa pilta í mörg ár hjá KA og náð frábærum árangri með þá. 

Þjálfarar stúlknalandsliðsins eru þau Natalia Ravva og Danielle Capriotti og völdu þau tvær stúlkur úr KA í liðið. Þær sem urðu fyrir valinu eru þær Ásta Lilja Harðardóttir og Harpa María Benediktsdóttir.

Þessir krakkar eru vel að þessu vali komin og óskum við þeim til hamingju með það.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband