Sigur og tap að Varmá

Blak
Sigur og tap að Varmá
Úr leik KA og Aftureldingar í fyrra

Bæði karla- og kvennalið KA léku við Aftureldingu í gærkvöldi. 

Eitthvað gekk ferðin suður hægt og litlu mátti muna að karlaliðið kæmi of seint í sinn leik. Strákarnir stukku krumpaðir úr rútunni og nánast beint í leik sem hafði áhrif á leik þeirra í byrjun og töpuðu þeir fyrstu hrinunni 18:25. Eftir þá hrinu var upphitun þeirra lokið og tóku þeir næstu þrjár hrinurnar 25:13, 25:21 og 25:23 og þar með leikinn 3:1. Stigahæstir KA manna voru þeir Piotr Kempisty með 22 stig og Ævarr Freyr Birgisson með 17 stig. Hjá Aftureldingu voru það þeir Emile Gauvrit með 7 stig og Björgvin Már Vigfússon og Sebastian Sævarsson Meyer með 5 stig hvor.

Stelpurnar léku við Aftureldingu og sigraði Afturelding 3:0 (25:14, 25:12 og 25:7). Þrátt fyrir tap þá áttu stelpurnar mjög góða spretti. Stiga­hæst­ar í liði Aft­ur­eld­ing­ar voru Fjóla Rut Svavars­dótt­ir með 12 stig og Kar­en Björg Gunn­ars­dótt­ir með 9 stig. Í liði KA var stiga­hæst Sunna Valdi­mars­dótt­ir með 3 stig.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband