Atli Hilmarsson í þjálfarateymi Akureyrar

Almennt | Handbolti
Atli Hilmarsson í þjálfarateymi Akureyrar
Atli fylgdist með leik Fram og Akureyrar á dögunum

Í morgun var gengið frá ráðningu Atla Hilmarssonar til Akureyrar Handboltafélags og tekur Atli við starfi Heimis Arnar Árnasonar. Heimir Örn óskaði sjálfur eftir að verða leystur frá þjálfarahlutverkinu en hefur fullan hug á að koma inn í leikmannahóp liðsins.

Í kjölfarið var leitað til Atla Hilmarssonar um að koma til liðs við félagið og var gengið frá ráðningu Atla nú í morgun og stýrir hann liðinu út keppnistímabilið. Atli er Akureyringum að góðu kunnur en hann þjálfaði liðið tímabilin 2010-2011 og 2011-2012 auk þess sem hann þjálfaði lið KA frá 1997 til 2002.

Atli kemur norður á morgun, föstudag og stýrir þá sinni fyrstu æfingu en næsta verkefni liðsins er heimaleikur gegn Aftureldingu á fimmtudaginn. Við bjóðum Atla Hilmarsson velkominn til leiks á ný í þjálfarateymi Akureyrar en Sverre Andreas Jakobsson er áfram spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband