Aron Dagur til Svíþjóðar

Fótbolti

Markmaðurinn Aron Dagur Birnuson tekur þátt á Opna Norðurlandamótinu með U17 ára liði Íslands í byrjun ágúst. Liðið leikur þar gegn Svíþjóð, Bandaríkjunum, Færeyjum ásamt leik um sæti.

Liðið kemur saman á fimmtudaginn og nær þremur æfingum á Íslandi áður en þeir halda út mánudaginn.

Aron Dagur hefur leikið einstaklega vel í marki 3. fl í sumar og er því vel af þessu kominn. Má þar nefna að hann hefur varið allar þrjár vítaspyrnurnar sem A-lið flokksins hefur fengið á sig í sumar. Þá hefur hann og liðið haldið hreinu í fimm af tólf leikjum liðsins í bikar og Íslandsmóti.

Samkeppnin um að komast í þetta lið er mikil þar sem þessi árangur er sterkur á landsvísu. Það er því ánægjulegt að eiga fulltrúa í hópnum en ásamt Aroni hafa margir aðrir KA-drengir sýnt það í sumar að þeir eru nógu góðir til að klæðast bláu treyjunni. Þeirra tími mun þó koma hvort sem hann verður með landsliði eða meistaraflokk KA.

Óskum okkar manni og liðinu góðs gengis á mótinu!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband