3. flokkur karla stendur í ströngu

Handbolti

Um síðustu helgi þá fór 3. flokkur karla suður um heiðar í forkeppni fyrir komandi vetur.
Þar fóru þeir í riðlakeppni um sæti í 1. deild. Þeir léku einn leik á laugardeginum við ÍBV og fór sá leikur frekar illa af stað, staðan 15-8 í hálfleik fyrir ÍBV, en svo hristu KA menn sig saman og spiluðu mjög vel í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn, það dugði þó ekki til þar sem ÍBV skoraði sigurmarkið á síðustu sekundunni og endaði leikurinn 21-20 fyrir ÍBV.

Á sunnudeginum spiluðu þeir tvo leiki í röð, fyrst við Aftureldingu og fóru frekar létt í gegnum þann leik og unnu hann 22-12. Seinni leikurinn var öllu erfiðari en þá spiluðu þeir við Fram, þessi leikur var í beinu framhaldi af hinum svo menn voru orðnir nokkuð þreyttir, þeir börðust þó vel en enduðu með tveggja marka tapi 12-14 fyrir Fram.

Þá lentu þeir í 3. sæti í sínum riðli og verða að spila í milliriðli um eitt laust sæti, sá riðill verður spilaður í KA heimilinu um næstu helgi og verða hörkuleikir þar því nú er allur veturinn undir. Fyrsti leikur er á föstudagskvöldið kl. 20.00 við Þór, og svo verða tveir leikir á laugardeginum, KA leikur kl.15.30,  sjá nánari upplýsingar undir viðburðir á heimasíðunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband