Skráning í Arsenalskólann

Fótboltaskóli Arsenal fer fram í sjötta sinn á KA svæðinu í júní 2015. Námskeiðið hefst mánudaginn 15. júní og lýkur föstudaginn 19. júní.

Skipulag skólans verður með svipuðu formi og s.l. sumar. Æfingar hefjast klukkan 10 og standa yfir til kl. 15 en um hádegisbil er tekið um klukkustundarlangt matar- og hvíldarhlé. Krakkarnir fá heitan mat í hádeginu alla dagana auk léttrar hressingar í lok dags.

Verð í þennan frábæra skóla er einungis 25.000 kr.

Skólinn er ætlaður fyrir krakka í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 1999 til 2006 og fara æfingarnar fram á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar.

Yfirþjálfari skólans og aðalþjálfarar koma frá Arsenal og sjá þeir um allt skipulag varðandi knattspyrnuna. Þeim til aðstoðar við æfingarnar eru síðan þjálfarar frá ýmsum íslenskum félögum sem allir hafa mikla og langa reynslu af þjálfun. Æfingarnar eru byggðar upp á sama hátt og á æfingasvæðum Arsenal með það að markmiði að þróa tæknilega færni og ástríðu ungra knattspyrnuiðkennda.

Stelpur eru sérstaklega hvattar til þátttöku. Það má einmitt segja Arsenal til hróss að þar er unnið mikið og gott starf í kvennaknattspyrnu og er Arsenal eitt sterkasta félagslið í Evrópu í kvennaboltanum. Þjálfararnir sem voru hér s.l. sumar (þ.á.m. einn kvenkyns þjálfari) hrósuðu einmitt stelpunum sem voru í skólanum fyrir getu þeirra í boltanum, sögðu þær vera almennt mun betri en jafnöldrur þeirra annars staðar þar sem þeir hafa þjálfað.

Í boði verður sérstök markmannsþjálfun. Fyrirkomulagið á henni er þannig aðmarkmenn eru á sér æfingum fyrir hádegi en fara síðan eftir hádegi til annarra hópa og æfa með þeim. Þetta fyrirkomulag gefur þeim gott tækifæri til að bæta eigin tækni og einnig að vera með hinum krökkunum.

Til að umgjörðin sé sem best og allir fái sem mest út úr námskeiðinu verður að takmarka fjölda þátttakenda. Því viljum við hvetja alla til að skrá sig sem fyrst til að missa ekki af þessu frábæra tækifæri.

 
Leikmaður:
 
Forráðamaður:

 

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband